Helgin og Vikan
Við erum í vikunni sem kom út í gær – fjallað er m.a. um hvernig lífið hefur breyst frá því að við foreldrarnir vorum að alast upp og ýmsar fórnir sem maður færir til að njóta lífsins með fjölskyldunni.
Nú þegar júlí er kominn vel á veg hefur ekkert upp á sig að kveina yfir veðrinu (ég veit að það gæti verið betra) heldur skella sér bara í ullina eða dúnúlpuna og út í „sumarið“ – skapa góðar minningar fyrir okkur sjálf og börnin, njóta þess að vera til. Þá er ágætis hugmynd að grípa bókina Útivist og afþreying fyrir börn; leyfa barninu að fletta í henni og velja nokkra staði sem það langar að heimsækja. Þú velur síðan einn (eða fleiri) stað sem skal heimsækja og allir fá að taka þátt í að skipuleggja ferðina. Uppskriftin af bananabrauðinu í bókinni er svakalega góð og kætir svanga ferðalanga þegar hungrið segir til sín.
Hafið það yndislegt í júlí!