Mancolada í hitabylgjunni
Það er alltaf gott að vera viðbúinn annarri hitabylgju eins og þeirri sem reið yfir landið í morgun. Til að njóta hitabylgjunnar betur þá er tilvalið að fá sér svona Mancolada sólstrandardrykk en drykkurinn lætur hvern þann sem neytir hans fara í huganum á vit nýrra ævintýra.
Svona er uppskriftin að drykknum:
1 mangó | 3/4 ananas | 1/2-1 dl af ferskri kókoshnetu (eða þurrkað) | 1-2 msk hunang | hafra-/kókos- eða hrísmjólk | ef til vill nokkrir klakar
Mangó, ananas og kókoshneta skorið í bita. Allt sett í blandara og hrært.
ps. fyrir fullorðinspartýin er gott að hrista drykkinn með Reyka vodka og klaka