Veiðidagur fjölskyldunnar er á morgun
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn á morgun sunnudaginn 29. júní. Þá gefst fjölskyldum kostur á að veiða án endurgjalds í rúmlega 30 vötnum víðsvegar um landið.
Vatnaveiði er skemmtilegt fjölskyldusport og að veiða spennandi í augum margra barna. Fátt er jafn yndisleg ogt að vera með fjölskyldunni í fallegri náttúru fjarri amstri dagsins og njóta kyrrðar. Það er líka gaman að fylgjast með fuglum og öðru dýralífi við vötnin.
Nánari upplýsingar um veiðidaginn eru hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni http://landssambandid.is