Blómstrandi dagar í Hveragerði
Dagana 15-18. ágúst verður haldin menningar- og heilsuveisla í Hveragerði. Það verður markaðstemning í bænum og boðið verður upp á margt skemmtilegt fyrir fjölskyldur svo sem ratleiki, vatns-þrautabraut, strandblak, jóga, gönguferðir, veltibíla, leiktæki, hoppukastala, tónlistaratriði, Sirkus Ísland og margt fleira.
Á laugardeginum verður ísdagurinn hjá Kjörís og er þá öllum boðið upp á ís.
Sjá nánar hér.
Mynd af ofan er fengin að láni af heimsíðunni Hveragerdi.is