Hvalfjarðardagurinn er á laugardaginn

041 (2)

Hvalfjörður er mjög fallegur og góður til útivistar. Laugardaginn 31. ágúst verður haldinn Hvalfjarðardagur og verður fjölbreytt dagskrá vítt og breytt um sveitina.

Á bænum Bjarteyjarsandi verður margt skemmtilegt í boði svo sem heimsókn í dýrahús, fjöruferð, ratleikur með Sögu og Jökli, kvöldvaka og grill. Sjá nánar hér

Í Ferstikluskála verður boðið upp á grillaðar pylsur kl. 13 og verður krítarkeppni á planinu. Flott verðlaun verða í boði.

Opið verður í Hernámssetrinu að Hlöðum kl. 10-16 en Hvalfjörður á sér merkilega sögu frá stríðsárunum. Sundlaugin að Hlöðum verður opin alla helgina kl. 13-19.

Haldinn verður sveitamarkaður á Þórisstöðum Kl. 12-17.

Margt fleira spennandi verður í boði og má sjá dagskrána hér.

Á bls. 130-141 í bók bendum við á marga áhugaverða staði í Hvalfirði fyrir fjölskyldur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s