Sveppaferð í Heiðmörk með Ferðafélagi Barnanna
Nú er rétti tíminn til að tína sveppi og ætlar því Ferðafélag barnanna að bjóða upp á sveppatínslu í Heiðmörk laugardaginn 31.ágúst. Kennt verður hvaða sveppi má borða, hvernig á að geyma þá og elda.
Hist verður við Öskju, náttúrufræðahús Háskóla Íslands kl. 10 og farið er á einkabílum.
Gott er að taka með ílát undir sveppina og sveppabækur. Sjá nánar hér.
Muna svo að klæða börnin eftir veðri og taka með nesti.
Mynd að ofan er fengin að láni hjá Ferðafélagi barnanna.