Hlaup/ganga frá Kvennadeildinni á sunnudaginn
Það er fátt meira hressandi en að byrja daginn á góðri hreyfingu, sérstaklega ef maður nær að draga fjölskylduna með sér og vitandi það að hlaupið/gangan fer fram um allan heim. Á sunnudaginn 29. september verður sem sagt haldið hlaup/ganga í tengslum við baráttuna gegn krabbameinum í kvenlíffærum. Hlaupið verður frá Kvennadeildinni í Öskjuhlíðina og hægt er að velja um 5 eða 10 km. Aðalatriðið er að vera með. Hér finnið þið skráningarsíðuna á http://www.hlaup.is og upplýsingar um viðburðinn á facebook.