Haustið er fallegt á Þingvöllum

Nú er rétti tíminn til að skreppa í bíltúr í þjóðgarðinn á Þingvöllum með fjölskylduna. Náttúran skartar fallegum haustlitum og gaman að rölta um svæðið og njóta útiveru. Ég fór með börnin mín í sunnudagsbíltúr á fallegum degi. Við gengum frá bílastæðinu neðan við Almannagjá og gengum þaðan upp að Drekkingarhyl við Öxarárfoss. Þar var fallegt að horfa yfir vellina þar sem Alþingi var stofnað árið 930. Þetta er tilvalinn staður fyrir börn að njóta útiveru fallegri náttúru. Síðan fórum við í Flosagjá – Peningagjá en þar hefur sú hefð tíðkast að kasta smápeningum í vatnið. Vatnið er djúpt en tært svo peningarnir sjást vel og því vinælt hjá börnum að skoða peningana og fá jafnvel að kasta sjálf. Eftir góða útiveru og hreyfingu fengum við okkur heitt kakó úti undir berum himni áður en við héldum heim á leið endurnærð eftir frábæran dag.

Söluskálinn á Þingvöllum er opinn alla daga frá 1. febrúar til 15. nóvember en einungis um helgar seinni hluta nóvember, desember og janúar. Þar er hægt að kaupa ýmsar veitingar svo sem ís, kakó og fleira. Við mælum samt með að taka með nesti og borða úti í náttúrunni.

Sjá nánar um Þingvelli hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s