Grímannsfell í bakgarði Halldórs Laxness

Grímannsfell

Þeir feðgar gengu á Grímannsfell í dag sem er kannski ekki svo merkilegt út af fyrir sig. En fjallið er merkilegra fyrir þær sakir að vera í bakgarði Halldórs Laxness og því getur maður ímyndað sér að maður gangi í fótspor hans á fjallinu því hann var duglegur að fara í gönguferðir. 

Drengirnir sem eru 5 og 8 ára fóru létt með gönguna og kvörtuðu ekki undan kulda. Pabbinn hafði hinsvegar ekki gætt þess að klæða sig nógu vel og varð ansi kaldur eftir gönguna. Þó svo að þetta fjall henti vel til göngu fyrir börnin þá er ókosturinn sá að sólin er svo lágt á lofti á þessum árstíma að leiðin lá í skugga bróðurpartinn af göngunni. Þeir létu sér því nægja að ganga upp á Flatafell, sem er í 435 m hæð – bara 47 m lægra en hæsti hnúkurinn. Á heimleiðinni verðlaunuði þeir sig svo með því að koma við í Mosfellsbakaríi. 

Grímannsfell er 482 m hátt og hæsta fjall Mosfellssveitar. Það er hluti af megineldstöð sem kennd er við Stardal. Eldstöð þessi er 1 – 2 milljón ára gömul og staðsett við austurenda Esjunnar. Skriðjöklar ísalda munu hafa rofið eldstöðina og myndað Mosfellsdalinn eins og hann er í dag.

Staðsetning: Þingvallavegur ekinn austur frá Mosfellsbæ. Beygt til hægri á Helgadalsveg (afleggjarinn áður en komið er að Gljúfrasteini). Næst beygt til vinstri á Hraðarstaði sem er malarvegur og þá fljótlega aftur til hægri þar sem  hægt er að leggja við hringlaga girðingu. Gengið er upp vesturhlíðar fellsins og er rafmagnsgirðing á hægri hönd. Eftir að komið er upp á Flatafell þá liggur leiðin austur eftir fjallinu uns komið er á Stórhól sem hæsti hnúkurinn. 

Göngutími: 3-4 klst en um helmingi styttra ef snúið er við á Flatafelli. 

Útbúnaður: Hlý föt og góðir skór (getur verið talsverð drulla á þessum árstíma). 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s