Sunnudagar eru barnadagar á Borgarbókasafninu
Bókasafn er notalegur staður. Flestum börnum þykir gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða og lestrarfærni. Að skreppa á bókasafn í lok vinnuviku getur til dæmis verið mjög góð samverustund með barni og góð hvíld frá amstri dagsins.
Á Borgarbókasafni – aðalsafni er frábær aðstaða fyrir börn. Á annarri hæð er mjög góð barnadeild. Þar eru sófar og dýnur þar sem hægt er að láta fara vel um sig með blað eða bók. Á staðnum er góð aðstaða fyrir yngstu börnin og tilvalið fyrir foreldra að setjast niður og lesa fyrir þau. Á hæðinni er einnig fiskabúr og skemmtilegt leikherbergi með búningum fyrir börn.
Sunnudagar eru barnadagar á aðalsafninu á veturna. Þá er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði fyrir börn. Dagskráin hefst kl.15. Sjá nánar hér.