Laufabrauðsútskurður í Viðey
Það verður laufabrauðsstemning í Viðey n.k. sunnudag 24.nóvember kl.13:30-16:00 en þá fá gestir tækifæri til að læra laufabrauðsútskurð af sjálfri skólastýru Hússtjórnaskólans. Þetta er frábær tilbreyting fyrir fjölskyldur og ævintýri fyrir börnin að fara í smá siglingu. Sjá nánar um viðburðinn hér.