Kjúklinganaggar fyrir kolvetnadreng

Naggar

Ég hugsaði með mér að læknismenntaða móðirin hefði nú átt að vita betur þegar barnalæknir drengjanna og vinkona, Soffía Jónasardóttir, benti mér á að elsti strákurinn minn væri ekki að fá nógu mikið af próteinum skv. blóðrannsóknum. Drengurinn æfir íþróttir 6 sinnum í viku og þarf því meira en í meðallagi af próteinum. Sjálfur myndi hann eingöngu borða pizzu, pasta og brauði fengi hann að ráða – sem sagt nær eingöngu kolvetni.

Við settumst niður saman, drengurinn og ég. Ég útskýrði fyrir honum að hann gæti ekki lengur fengið brauð í skólanesti heldur þyrftum við að finna einhvern mat sem inniheldur meira af próteinum. Honum voru gefnir nokkrir valmöguleikar. Eftir nokkra umhugsun féllst hann á að fá kjúklinganagga. Því fórum við að prófa okkur áfram og sammæltumst um að þessi útkoma væri langbezt. 

KJÚKLINGANAGGAR 

1 Samlokubrauð eða rasp (samt eiginlega betra að blanda saman raspi, muldum kasjúhnetum og kókosmjöl)

1 Kljúkingabringa 

1 Egg

1 msk Kókosmjöl

1 msk Kókosolía, brædd

smjör/olía til að pensla með

Aðferð:  Sjóðið kjúkling í 15-20 mín. Þurrkið brauð í ofni og myljið í mortel (eða myljið kasjúhnetur og blandið saman við rasp og kókosmjöl).  Setjið kjúkling, egg, kókosmjöl og kókosolíu í matvinnsluvél og blandið vel saman. Búið til nagga t.d. með matskeið og veltið upp úr brauðmylsnunni. Setjið á bökunarpappír, smyrjið með bræddu smjöri eða olíu og bakið í 10 mín við 200°celcius. Berið fram með tómatsósu, kokteilsósu, annarri sósu eða smjöri, eftir smekk. Mínir drengir hita þetta upp í skólanum og borða án sósu. Frystið afgang. 

Ég geri venjulega fjórfalda uppskrift til að eiga nóg í frystinum. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s