Jólamarkaður við Elliðavatn

405030_2875683256016_311250324_n

Jólamarkaður við Elliðavatn var opnaður í gær 30. nóvember og verður haldinn fjórar helgar fyrir jól. Þetta er dásamlegur staður til að fara með barn og upplifa sannkallaða jólastemningu í friðsælu umhverfi. Kaffihús er á staðnum þar sem seldar eru ilmandi nýbakaðar vöfflur og kakó. Kveikt er upp í eldstæði á hlaðinu, tónlistarmenn og rithöfundar mæta á staðinn og jólasveinar gleðja börn með söng og spjalli. Hægt er að kaupa íslensk jólatré og ýmiskonar handverk og handunnar jólaskreytingar. Í trjálundinum Rjóðrinu er hægt að setjast á bekki í kringum varðeld en eldur er kveiktur kl.12 á hverjum markaðsdegi og kl.14 lesa rithöfundar upp úr barnabókum. Þarna er mjög jólaleg og hlýleg stemning og gaman að upplifa náttúruna á þessum fallega tíma. Opið verður alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum kl. 11-16. Sjá nánar hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s