Jólasýning Árbæjarsafnsins hefst á sunnudaginn
Það er hátíðlegt að heimsækja Árbæjarsafn í desember. Á sunnudaginn 8. desember verður í boði skemmtileg jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. Gaman er að rölta á milli húsanna og fylgjast með jólaundirbúningnum eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar mæta á svæðið, dansað verður í kringum jólatré og fleira. Hægt verður að kaupa ljúffengar veitingar svo sem heitt kakó og jólalegt meðlæti.
Dagskráin hefst kl. 13-17. Jólasveinar verða á svæðinu milli kl.14-16. Jólatrésskemmtun hefst kl. 15 á torginu.
Sjá nánar dagskrá hér.
Dagskráin verður alla sunnudaga fram að jólum kl. 13-17.