Grýla, Leppalúði og Dr. Gunni í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn
Sunnudaginn 8. desember koma Grýla og Leppalúði í Þjóðminjasafnið. Þau munu skemmta gestum ásamt Dr. Gunna og vinum. Dagskráin hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis.
Íslensku jólasveinarnir munu svo mæta á safnið á hverjum morgni þegar þeir koma til byggða. Sá fyrsti Stekkjastaur kemur til byggða 12. desember og mun koma við á safninu kl. 11 og skemmta gestum með söng og sögum.
Við minnum einnig á jólaratleikinn sem er í boði á safninu fyrir fjölskyldur. Þetta er í senn sögulegur og spennandi leikur þar sem börn geta keppt í því að vera fyrstur til að finna jólaköttinn.
Sjá nánar hér.
Mynd að ofan er fengin að lána af heimasíðunni http://www.thjodminjasafn.is/