Að hlusta er ekki það sama og heyra

 

hlustau

Fyrir nokkrum árum kom dóttir mín heim úr skólanum og fór að segja mér frá deginum. Henni lá mikið niðri fyrir og hafði frá miklu að segja. Á meðan var ég að sinna heimilisverkum og gaf mér ekki tíma til að setja niður og hlusta á hana.

Allt í einu stoppaði hún í miðri setningu og sagði: „mamma, þú ert kannski að hlusta á mig en þú heyrir ekki hvað ég er að segja „.

Þessi setning vakti mig til umhugsunar.

Það skiptir svo miklu máli að hlusta á börnin og heyra virkilega hvað þau eru að segja.

Virk hlustun felst í því að horfa á barnið og veita því óskipta athygli.

Hversdagslegir hlutir geta verið einstakar upplifanir í augum barns sem það vill fá að deila með foreldri.

Það getur verið að takast á við erfiðar aðstæður og þarf athygli og stuðning. 

Með virkri hlustun erum við að styrkja sambandið við barnið og byggja upp traust til framtíðar.

„Komdu, ég þarf að hlusta á þig.“ Þessi áhrifaríka en einfalda setning er lýsandi fyrir bókina Hollráð Hugos – hlustum á börnin okkar. Bók sem við mælum með fyrir alla sem koma að uppeldi barna.

Hlustaðu á það smáa og þér verður treyst fyrir því stóra -Hugo Þórisson.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s