Sæmundarsel – ævintýralegur staður
Við Reynisvatn í Grafarholti er frábært útivistarsvæði.
Þangað fer ég reglulega með mína orkumiklu drengi þar sem þeir fá góða útrás við að príla, hlaupa og klifra úti í náttúrunni.
Þangað er hægt að fara á öllum árstímum. Maður klæðir sig bara eftir veðri.
Við göngum í kringum Reynisvatn, leikum okkur í Sæmundarseli sem er ævintýralegur staður í skógarrjóðri með þrautabraut, eldstæði og fl. Sæmundarsel liggur austan við Reynisvatn.
Stundum tökum við með okkur nesti og njótum þess að borða saman út í náttúrunni.
Við förum svo heim endurnærð og rjóð eftir góða útiveru.
Nánar um Reynisvatn á bls. 60 í bók.