World Snow Day í Bláfjöllum
Á morgun sunnudaginn 19. janúar verður haldinn World Snow Day í Bláfjöllum. Ýmislegt verður í boði fyrir fjölskyldur. Frítt verður í fjallið fyrir 16 ára og yngri. Boðið verður upp á fría skíða- og brettakennslu kl. 14-16 við Bláfjallaskála. Afsláttur verður af skíðaleigu. Boðið verður upp á tónlist og heitt kakó. Skíðadeildirnar verða með uppákomur við sína skála svo sem andlitsmálningu og fleira. Opið kl. 10-17.
Nú vonum við bara að veðrið verði gott.
Góða skemmtun !
Nánari upplýsingar eru hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af https://www.facebook.com/skidasvaedin