Tími er besta gjöfin til barna
Hvað hverjum og einum þykir besta gjöfin til barna sinna er vissulega einstaklingsbundið en að okkar áliti er það að gefa börnum tíma; tíma til að hlusta og heyra hvað það hefur að segja; tíma til að hjálpa því að leysa verkefni sem það er að takast á við; tíma til að hlæja saman; tíma til að kenna því að borða hollan og næringarríkan mat; tíma til að kenna þeim kurteisi og virðingu; tíma til að kenna þeim að njóta náttúrunnar og að hreyfa sig reglubundið; tíma til að gera eitthvað skemmtilegt og upplifa ný ævintýri með þeim, og síðast en ekki síst; tíma til að vera saman. Tíminn getur farið framhjá okkur ef við veitum honum ekki athygli. Tíminn er núna og hann er dýrmætur.