Álftaneslaug fyrir fjölskyldur

002

Ein af okkar uppáhalds sundlaugum er Álftaneslaug. Hún er barnvæn og skemmtileg.  Á staðnum er meðal annars 8 metra löng vatnsrennibraut og eina öldulaug landsins sem sér fullorðnum og börnum fyrir miklu fjöri. Á staðnum er einnig góð útilaug, heitir pottar og innilaug. Góð aðstaða er fyrir foreldra með ung börn.

Börn 10 ára og yngri mega alls ekki vera eftirlitslaus í öldulauginni.

Skammt frá sundlauginni er Álftanesströnd sem er afar friðsæl og falleg. Upplagt er að taka með nesti og leyfa börnunum að leika sér í flæðarmálinu en flest börn geta dundað sér lengi í fjörunni.

Nánari upplýsingar eru á bls. 99  ( Álftaneslaug ) og bls. 20 (Álftanesströnd) í bók.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s