Útivistarparadís við Hvaleyrarvatn
Hvaleyrarvatn er yndislegur staður að fara með börn. Þar er falleg sandströnd þar sem gaman er að vaða og á góðviðrisdögum er hægt að baða sig í vatninu. Göngustígar eru í Höfðaskógi með fjölda trjátegunda. Silungur finnst í vatninu og mega börn veiða frítt. Gaman er að skreppa þangað á fallegum degi, taka með nesti og njóta þess að vera í fallegri náttúru. Á staðnum er einnig útigrill, borð og stólar.
Nánari upplýsingar á bls. 58-59 í bók.