Gabríel og bókin
Okkur langar að deila með ykkur frásögn sem móðir Gabríels sendi okkur nýverið.
Gabríel er ungur drengur á einhverfurófinu með þroska- og málþroskaröskun. Hann talar ekki.
Þegar Gabríel langar að upplifa eitthvað skemmtilegt með foreldrum sínum nær hann í bókina „Útivist og afþreying fyrir börn“, flettir henni og bendir þeim á hvað hann langar til að gera. Þannig nær hann að tjá sig í gegnum bókina.
Svona frásagnir gleðja okkur óendanlega mikið og gefur okkur tilgang til að halda áfram að vinna að bókinni og heimasíðunni.