Skordýraskoðun með Ferðafélagi barnanna
Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra jarðarinnar og hefur skordýrum fjölgað á íslandi undanfarin ár af ýmsum ástæðum.
Fimmtudaginn 12. júní býður Ferðafélag barnanna upp á skordýraskoðun í Elliðaárdalnum og munu hana leiða Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Gísli Már Gíslason prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
Allir eru hvattir til að taka með sér stækkunargler.
Gengið verður frá gömlu rafstöðinni við Elliðaá kl. 19.
Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.
Sjá nánar hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af www.facebook.com/Ferdafelagbarnanna