Sumardagskrá Brúðubílsins 2014
Brúðubíllinn er orðinn fastur liður í borgarlífinu og bíður upp á líflegar og skemmtilegar sýningar fyrir börn í júní og júlí. Hann er alltaf jafn vinsæll hjá yngstu kynslóðinni og sýnir á ýmsum útivistarsvæðum, görðum og við leikvelli og skóla.
Í júní verður sýnt leikritið Ys og þys í Brúðubílnum og í júlí verður sýnt leikritið um týnda eggið. Það koma margar skemmtilegar persónur þar við sögu og fá börnin að njóta sín í söng og gleði.
Allir eru velkomnir á sýningar Brúðubílsins og er aðgangur ókeypis.
Dagskrá Brúðubílsins má finna hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Brúðubílsins.