Rauntíma spunaspil á Fjölskyldudeginum
Við vorum heppina að fá Baron Eyfjord til liðs við okkur á Fjölskyldudeginum en hann mun bjóða gestum – 12 ára og eldri, fullorðnir hafa ekki síður gaman af – að taka þátt í rauntíma spunaspili (LARP; Live Action Roleplaying). Þátttakendur byrja á því að velja sér kynstofn (álfur, maður, orki o.s.frv.) og hlutverk (berserkur, rogue, stríðsmaður, klerkur o.s.frv.). Þeir hanna svo útlit og vopn persónunnar.
Síðan halda þau á vit ævintýranna og þurfa hetjurnar að kljást við allskonar þrautir, verkefni og ófreskjur til að koma röð og reglu á konugsdæmið. Ef það bregst mun her hinna dauðu ráða ríkjum..
Fyrir þá sem vilja kynnast betur þessu ævintýralega spili þá er Ævintýranámskeið/LARP að byrja 14.júlí. Nánari upplýsingar sumarvef ÍTR.
Baron mætir kl.15 í Öskjuhlíðina.
Mynd og texti fengið að láni af heimasíðu Ævintýranámskeiðs Barons