Ævar vísindamaður á Fjölskyldudeginum

6a5733_f715589dacc448b6b515238103ac7f33.jpg_srz_323_466_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

Ævar vísindamaður verður með okkur á Fjölskyldudeginum í Öskjuhlíð á sunnudaginn kl. 14 og þar mun hann sýna okkur æsispennandi vísindatilraunir.

Hann hefur slegið í gegn með frábærum vísindaþáttum á Rúv fyrir börn og unglinga þar sem hann sýnir spennandi tilraunir og er með skemmtilegan fróðleik.

Nýlega gaf hann út bókina Umhverfis Ísland í 30 tilraunum. Þar ferðast hann í kringum landið og rannsakar allt sem fyrir augu ber. Bókin er full af skemmtilegum og spennandi tilraunum sem hægt er að gera heima, á ferðalagi og meira segja tilraunir sem gera sig sjálfar og eru tilbúnar þegar þú kemur aftur heim. Þetta er bók sem við mælum með.

Ævar vísindamaður er einnig með flotta heimasíðu þar sem hægt að fræðast um allt mögulegt, læra að gera vísindatilraunir, fara í leiki og fleira skemmtilegt fyrir fjölskyldur.

Sjá nánar heimasíðuna http://www.visindamadur.com

 

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Ævars vísindamanns.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s