Ævar vísindamaður á Fjölskyldudeginum
Ævar vísindamaður verður með okkur á Fjölskyldudeginum í Öskjuhlíð á sunnudaginn kl. 14 og þar mun hann sýna okkur æsispennandi vísindatilraunir.
Hann hefur slegið í gegn með frábærum vísindaþáttum á Rúv fyrir börn og unglinga þar sem hann sýnir spennandi tilraunir og er með skemmtilegan fróðleik.
Nýlega gaf hann út bókina Umhverfis Ísland í 30 tilraunum. Þar ferðast hann í kringum landið og rannsakar allt sem fyrir augu ber. Bókin er full af skemmtilegum og spennandi tilraunum sem hægt er að gera heima, á ferðalagi og meira segja tilraunir sem gera sig sjálfar og eru tilbúnar þegar þú kemur aftur heim. Þetta er bók sem við mælum með.
Ævar vísindamaður er einnig með flotta heimasíðu þar sem hægt að fræðast um allt mögulegt, læra að gera vísindatilraunir, fara í leiki og fleira skemmtilegt fyrir fjölskyldur.
Sjá nánar heimasíðuna http://www.visindamadur.com
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Ævars vísindamanns.