Hjólaþraut og Dr. Bæk á Fjölskyldudeginum
Mælum með að koma hjólandi í Öskjuhlíðina á sunnudaginn n.k. (29.júní) því Hjólafærni mun setja upp hjólaþraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri til að spreyta sig á.
Dr.Bæk verður einnig á staðnum til að fara yfir hjólabúnað gesta. Hér er því upplagt að láta doktorinn gefa barninu góð hjólaráð og sjá til þess að hjólið sé við góða “heilsu” áður en haldið er lengra inn í sumarið.
Þau verða mætt kl.13 – fyrstir sem koma eru líklegri til að komast í þrautina og hitta doktorinn.
Nú eru hjólreiðastígar víða orðnir svo góðir að auðvelt er að komast á milli sveitafélaga hjólandi.
Allir velkomnir á Fjölskyldudaginn og ókeypis á alla viðburði!