Fjölskyldan saman í yoga
Jógahjartað býður upp á jóga fyrir fjölskylduna í fallegum lundi. Gestir munu æfa sig að anda djúpt, gera jógaæfingar, fara í skemmtilega leiki og gera æfingar þar sem tveir eru saman.
Einnig verður hugleiðsla og slökun undir gonghljómi.
Átta mæður og jógakennarar standa að baki Jógahjartans sem hefur það markmið að kynna jóga og hugleiðslu fyrir börnum í grunnskólum og hjálpa þeim þannig að kyrra hugann sinn. Jógahjartað er styrktarfélag og er starf þeirra unnið af ástríðu og hugsjón. Það er dýrmætt fyrir börnin okkar að læra aðferð til að kúpla sig út úr öllu áreitinu sem fylgir því að búa í vestrænu samfélagi.
Jógahjartað býður upp á þrjá 45 mínútna tíma fyrir börn og foreldra. Þeir byrja kl.13:15, 14:15 og 15:15.
Sjá nánar um starfsemi Jógahjartans á facebook eða heimasíðu félagsins.