Dagskrá Fjölskyldudagsins í Öskjuhlíð

Slide1

Allir sem standa á bak við dagskrána hafa mikla ástríðu fyrir sínum málstað. Allir stefna að sama marki – að rækta líkama og sál.

Rathlaupafélagið Hekla býður gestum í rathlaup sem er vinsæl fjölskylduíþrótt á Norðurlöndunum. Þátttakendur fá kort af hlaupasvæðinu og nota það til að fara á milli stöðva sem merktar eru á kortið. Hver og einn byrjar þegar honum hentar og reynir að komast á milli staða á sem stystum tíma. Upplagt fyrir fjölskylduna að leysa þrautina saman en brautin er um 2 kílómetrar og kerrufær ef lítil börn eru með í för.

Ævar vísindamaður mætir og sýnir gestum vísindatilraunir. Hann er vinsæll hjá börnum fyrir æsispennandi tilraunir, skemmtilegar bækur og sjónvarpsþætti.

Færni til framtíðar ætlar að vera með hópleiki fyrir fjölskyldur og hér er því kjörið að fara með barninu sínu í leik og upplifa í leiðinni barnið í sjálfum sér. Góður dagur verður betri eftir að hafa hlegið eins og maður gerði þegar maður var barn.

Ferðafélag barnanna verður með upplifunarleiðangur þar sem fjölskyldunni er boðið í stuttar gönguferðir.Ferðafélag barnanna er með nokkrar ferðir á ári þar sem þeir vinna sérstaklega með náttúruupplifun fyrir börn.  Markmið Ferðafélags barnanna er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa sanna gleði í náttúrunni og upplifa leyndardóma umhverfisins

Hjólafærni setur upp hjólaþraut fyrir una hjólreiðamenn á öllum aldri til að spreyta sig á og Dr.Bæk fer yfir hjólabúnað gesta. Hér er því upplagt að láta doktorinn gefa barninu góð hjólaráð og sjá til þess að hjólið sé við góða “heilsu”.

Jógahjartað verður með jóga fyrir fjölskylduna í fallegum lundi. Gestir munu æfa sig að anda djúpt, gera jógaæfingar, fara í skemmtilega leiki og gera æfingar þar sem tveir eru saman. Einnig verður hugleiðsla og slökun undir gonghljómi. Að Jógahjartanu standa átta mæður og jógakennarar sem vinna að því að kynna jóga og hugleiðslu fyrir börnum í grunnskólum og hjálpa þeim þannig að kyrra hugann. Ekki veitir af í öllu áreitinu sem fylgir vestrænu samfélagi.

Hálendisferðir fara með fjölskylduna í göngutúr þar sem fléttað er saman náttúruskoðun og myndlist. Afraksturinn verður til sýnis á myndlistasýningu í Borgarbókasafni.

Garður hugans mun vera með hugleiðslustund þar sem fjölskyldur eru leiddar í garðinn sinn hið innra. Þetta er margra aldar gömul hugleiðsla sem gengur út á að kenna börnum og fullorðnum að kyrra hugann og finna innri frið.

Ljósmyndakeppni verður í boði með veglegum vinningum sem tengjast útilífi og afþreyingu. Keppendur nota #fjolskyldudagur2014 á Instagram til þess að taka þátt og þá eru þeir komnir í pottinn. Þann 4.júlí höfum við samband við vinningshafann og tilkynnum úrslitin á Facebook síðum Útilífsbók barnanna og Útivist og afþreying fyrir börn.

Ölgerðin og Icelandic Glacial bjóða gestum að svala sér á fersku íslensku vatni.

Happ verður með veitingasölu á svæðinu og einnig verður hægt að kaupa bækur með góðum afslætti.

Gestir eru hvattir til að koma hjólandi eða gangandi en einnig er hægt að leggja á bílastæðum við Perluna. Það gæti komið sér vel að taka með teppi og nesti.

Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis á alla viðburði!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s