Fróðlegur göngutúr þar sem upplifunin er fest á blað – Fjölskyldudagur
Hálendisferðir bjóða börnunum í göngutúr um Öskjuhlíð þar sem saga og náttúrskoðun er höfð að leiðarljósi. Eftir gönguferðina setjast allir saman í fallegri laut og mála með vatnslitum á póstkort. Börnin velja svo hver sá heppni er sem fær póstkortið sent heim um lúguna.
Gönguferðin og náttúruskoðunin hefst kl.15 og stendur til kl. 16. Þar sem tíminn er naumur hentar betur fyrir börnin að mæta án foreldra á þennan viðburð en í lengri ferðum fer fjölskyldan saman.
Ósk Vilhjálmsdóttir listakona er stofnandi Hálendisferða. Hún hefur starfað við leiðsögn á hálendi Íslands síðan 1991 og hefur sérhæft sig í gönguleiðsögn og náttúruskoðun. Ósk hefur ásamt Margréti H. Blöndal skipulagt ferðir og útivistarnámskeið fyrir börn og unglinga í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Framtíðarland er félag sem berst fyrir virðungu fyrir náttúrunni og er Ósk einn af stofnendum þess.
Við mælum með að kynna ykkur starf Hálendisferða sem bjóða upp á ævintýraleg og lærdómsrík námskeið og ferðir. Hér gefst ykkur kostur á að upplifa ævintýri sem margir hefðu aldrei lagt í á eigin vegum.
Börnin læra um leið að umgangast náttúruna og að bera virðingu fyrir henni. Það er ekki vanþörf á því þar sem náttúran er undirstaða alls lífs hér á jörðu.
Hálendisferðir eru einnig á facebook.