Upplifðu náttúruna með Ferðafélagi barnanna – Fjölskyldudagur

vifilsfell1_opt_707834369

Ferðafélag barnanna verður með upplifunarleiðangur þar sem fjölskyldum er boðið í stuttar gönguferðir í náttúrunni. Hann gengur út að það að kenna börnum að hlusta á náttúruna og nota skynfærin. Umhverfi okkar er mjög sjónrænt og við tökum um 85% áreita inn með sjóninni. Útivera verður svo miklu ánægjulegri ef við lærum að skynja betur náttúruna með því að virkja önnur skynfæri svo sem heyrnarskynið. Það gerum við með því að gefa okkur tíma til að hlusta á náttúruna- á fuglana, þytin í trjánum, lækjarnið og njótum þess að slaka. Það er svo mikilvægt að gefa sér tíma til að upplifa náttúruna með börnum og taka þátt í þeirra gleði og ævintýraheimi.

Gönguferðirnar verða kl. 13:30-15.

Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2009 á vegum Ferðafélags Íslands og að fyrirmynd norska ferðafélagsins DNT.

Höfuðmarkmið Ferðafélags barnanna er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa sanna gleði í náttúrunni og upplifa leyndardóma umhverfisins.

Við mælu með Ferðafélagi barnanna fyrir fjölskyldur. Þeir bjóða reglulega upp á frábærar ferðir á spennandi staði í náttúrunni þar sem blandað er saman fróðleik og skemmtun.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um Ferðafélag barnanna og ferðir á þeirra vegum  á heimasíðunnihttp://www.ferdafelagbarnanna.is/forsida/.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni þeirra.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s