Maður er aldrei of gamall til að fara í leiki! – Fjölskyldudagur

leikir

Maður er aldrei of gamall til að fara í leiki! Á Fjölskyldudeginum verða hópleikir fyrir alla fjölskylduna og því gott tækifæri til að fara aftur til bernskuáranna – áður en skyldustörf og ábyrgðarhlutverk fullorðinsáranna tóku yfirhöndina.

Hópleikjunum verður skipt eftir aldri og byrja leikir fyrir 3-6 ára með aðstandendum kl.13:30 en fyrir 7 ára og eldri kl.14:30.

Sabína Steinunn stýrir hópleikjunum en hún er meistari í íþróttafræðum með áherslu á hreyfifærni barna. Hún gaf út bókina Færni til Framtíðar sem er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi.

Hún heldur úti frábærri facebook-síðu þar sem hún hvetur fjölskyldur til hreyfingar og kemur með góðar hugmyndir til að flétta hreyfingu í daglegt líf.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s