Engin þörf fyrir batterí …
…virkar á heilafrumur. „No Batteries Required. Works On Brain Cells“
Ég keypti þetta spil um daginn og var að opna það í kvöld. Yngsti guttinn og ég gátum varla slitið okkur frá spilinu á meðan eldri bræður hans voru í bekkjarafmæli – spennan var svo mikil að við gleymdum næstum kósýkvöldi.
Eftir að drengurinn var sofnaður sogaðist pabbinn að spilinu og gaf reglulega frá sér hávær húrra-hróp þegar hann náði að leysa þrautina.
Sá elsti skilaði sér fljótlega úr vinkonu-afmælinu og vildi prófa. Veit ekki hvor var lengur að leysa þrautina – pabbinn eða hann. Ég veit að ég ætla ekki að keppa við þá!
Spilið lítur út fyrir að vera einfalt en það reynir sannarlega á heilasellurnar. Það er einfalt og sniðugt til að hafa með sér í sumarbústaðinn eða í ferðalag.
Tangoes er nútímaútgáfa af 4.000-ára gömlum kínversku TANGRAM púsli sem gengur út á að búa til „abstract“ myndir af dýrum, mannvirkjum o.fl. Í hverju tangoes eru 7 púsl sem geta myndað 7 mismunandi myndir. Sjá meira um þetta skemmtilega TANGRAM spil á wikipedia.