Haustlitaferð á Þingvelli

thingvellir1 thingvellir2 thingvellir3 thingvellir4

 

Við skelltum okkur í haustlitaferð á Þingvelli í gær. Held það séu komin sex ár síðan við fórum síðast upp að Öxarárfossi og gengum Almannagjá. Þvílík náttúrufegurð á einum stað sem er einungis í 30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Hef aldrei séð jafnmikið vatn í fossinum sem spreyjaði yfir okkur dúnmjúkum dropunum.

Á gönguleiðinni veltum við fyrir okkur hvernig Ameríku- og Evrópuflekarnir væru að færast í sundur og hvorum megin væri Ameríka. Við spjölluðum líka um söguna sem átti sér stað á Þingvöllum og fleira.

Það var orðið áliðið þegar heim var komið og því þægilegt að koma við í Nóatúni þar sem nýgrilluðum kjúkling var kippt með.

Nú er að verða síðasti séns að sjá hina þjóðþekktu litadýrð sem Þingvellir skarta á haustin.

Og við minnum á að á blaðsíðu 166 til 169 í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn má sjá meira um hvað hægt er að gera á Þingvöllum.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s