Barnaleiðsögn um Silfur Íslands í Þjóðminjasafninu

10698613_10152565395143303_8180320231801108274_n

Laugardaginn 1. nóvember kl. 14 verður ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu.

Farið verður í hellaleiðsögn um Silfur Íslands þar sem börnin fá að skoða silfurdýrgripi í myrki í fylgd safnkennara.

Gott er að koma með vasa- eða höfuðljós en þau sem eiga ekki ljós geta fengið þau lánuð á staðnum.

Í Þjóðminjsafninu er frábær aðstaða fyrir börn, margt spennandi að skoða og hægt að fara í  skemmtilegan og fróðlegan ratleik fyrir alla fjölskylduna.

Sjá nánar hér.

Mynd að ofan er fengið að láni af https://www.facebook.com/thjodminjasafn

Færðu inn athugasemd