Heyrst hefur að doktorinn…

jetkeila

…og næringarfræðingurinn með meiru, Jóhanna Eyrún Torfadóttir (40), hafi dregið eiginmann sinn Rafn Steinþórsson (42) og dætur þeirra, Kolbrúnu (12) og Hildi Bellu (6) í Keilu á mánudagskvöldi.

Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að hún hafi planað þetta kvöld í margar vikur því sést hefur til hennar laumast í Keiluhöllina í hádegishléum og á kvöldin þegar hún þóttist vera að  vinna.

Sigurför hennar í keilukeppninni kemur því ekki á óvart en sagan segir að hún hafi fagnað eigin sigri hæst allra.

Síðan þykir dularfullt að syni þeirra hjóna (Sigga, 16) var ekki boðið með en hann hefur hingað til lagt móður sína af velli í keilukeppnum.

Menn deila nú um hvort sigur þessi hafi verið réttmætur þar sem mamman virðist hafa haft talsvert forskot eins og fyrr sagði.

Athugið að myndin er tekin áður en frúin rústaði keppninni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s