Fuglanámskeið fyrir börn

10270382_10153062860534914_5997238223522015097_n

Laugardaginn 7. febrúar kl. 11-12 verður haldið fuglanámskeið fyrir börn og aðstandendur þeirra á vegum Fuglaverndar og Garðyrkjufélags Íslands.

Þegar vetrarhörkur ríkja eiga fuglar erfitt með að finna sér fæðu til að lifa af. Þá er gott að eiga góðan vin sem færir þeim fóður.

Steinar Björgvinsson fuglaskoðari ætlar að fræða gesti um hvernig á að fóðra smáfugla á veturnar. Hann mun sýna myndir af fuglum, kennir hvernig hægt er að búa til fuglafóður, hvar best er að skilja það eftir og fleira sem gott er að vita.

Námskeiðið verður haldið í Síðumúla1 í Reykjavík og er aðgangur ókeypis.

Sjá nánar hér

Mynd að ofan er fengin að láni hjá Fuglavernd – BirdLife Iceland og er af mjög gæfum auðnutittlingi sem hefur verið lengi í fóðrum í garði ljósmyndarans Arnar Óskarssonar á Selfossi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s