Fróðleg páskaeggjaleit í Þekkingarsetrinu
Fróðleg og skemmtileg páskaeggjaleit fyrir börn verður haldin í Þekkingarsetrinu þriðjudaginn 31.mars kl.16:30 og gildir þá eins og oftast að „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Í sýningarsölum sýningarinnar Heimskautin heilla verður sérstakt leitarsvæði fyrir yngri börnin.
Ekkert þátttökugjald fyrir páskaeggjaleitina en gestir borga aðgangseyri inn á sýningarnar:
Fullorðnir: 600 kr.
Börn (6-15 ára): 300: kr.
Eldri borgarar: 400 kr.
Sjá nánar á heimasíðu Þekkingarsetursins.
Mynd er fengin af heimasíðu Þekkingasetursins