Draumar: Myndasögusamkeppni og -sýning
Næstkomandi sunnudag opnar myndasögusýningin Draumar í Borgarbókasafninu. Þar verða til sýnis myndasögur sem bárust í samkeppni á vegum safnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík. Við opnun sýningarinnar verða úrslit samkeppninnar tilkynnt.
Í ár var litið aftur til forneskju en hundrað og tíu ár eru liðin síðan Winsor McCay skapaði myndasögupersónuna litla drenginn Nemo sem ferðast um ævintýraheima í draumum sínum.
Allir velkomnir. Sjá nánar hér.
Staður: Borgarbókasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.
Stund: 3. maí kl.15:00.