Lögin úr teiknimyndunum í Salnum í Kópavogi
Laugardaginn 2. maí kl. 13 verða haldnir tónleikar fyrir fjölskyldur í Salnum í Kópavogi.
Hinir frábæru söngvarar Valgerður Guðnadóttir, Þór Breiðfjörð og Felix Bergsson syngja þekktar perlur úr teiknimyndum, söngleikjum og kvikmyndum. Má þar meðal annars nefna lög úr teiknimyndinni Frozen.
Þetta er upplagt tækifæri fyrir góða fjölskyldustund.
Hægt er að kaupa miða hér
Mynd að ofan er fengin að láni af http://www.salurinn.is