Fjölskyldudagurinn í Öskjuhlíð
Á laugardaginn 30.maí 2015 koma fjölskyldur saman í einstakri náttúru Öskjuhlíðar. Við munum fara í klettasig, rathlaup, skylmingar, upplifunarleiðangur, náttúrubingó, yoga, læra að tálga eða fræðast um fugla. Dr.Bike verður á svæðinu og í lokin verður boðið upp á slökun og hugleiðslu.
Það má með sanni segja að náttúran gefur okkur ró, kraft og heilsu.
Við hvetjum gesti til að koma hjólandi eða gangandi en einnig verða næg bílastæði við Perluna.
Það gæti komið sér vel að taka með teppi og nesti, vera í góðum skóm og klæða sig eftir veðri.
Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis á alla viðburði.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Meldið ykkur til leiks á Facebook.