Skylmingar og spunaspil

Við erum svo heppin að fá Baron Eyfjörð til liðs við okkur á Fjölskyldudeginum. Hann býður upp á skylmingar þar sem barist verður með vopnum sem sniðin eru að spunaleik sem nefnist Live Action Roleplaying, oft þekkt sem LARP. Hann gengur út á það að þátttakendur á öllum aldri  byrja á því að velja sér kynstofn (álfur, maður, orki o.s.frv) og hlutverk (berserkur, rogue, stríðsmaður, klerkur o.s.frv). Þeir hanna svo útlit og vopn persónunnar. Síðan halda þau á vit ævintýranna og þurfa hetjurnar að kljást við allskonar þrautir, verkefni og ófreskjur. Þannig myndast skemmtileg saga í rauntíma í gegnum lifandi leiklist.

Á fjölskyldudeginum fá allir að prófa vopn og hitta nokkra meðlimi LARP leikhópsins og spyrja þá spjörunum úr. Þess má einnig geta að Baron hefur sjálfur hannað og útbúið þau vopn sem notuð verða á Fjölskyldudeginum.

Baron mætir kl. 14 í Öskjuhlíðina

Mynd að ofan er fengin að láni af https://www.facebook.com/groups/aevintyranamskeid

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s