Fjölskyldudagur í Öskjuhlíð – kort af svæðinu
Hér er kort af svæðinu, yfirlit yfir þá viðburði sem í boði verða á Fjölskyldudaginn í Öskjuhlíð laugardaginn 30. maí og tímasetning þeirra.
Við hvetjum gesti til að koma hjólandi eða gangandi en einnig verða næg bílastæði við PERLUNA. Eins og sést á kortinu eru flestir viðburðirnir meðfram stíg vinstra megin við hana.
Það gæti komið sér vel að taka með teppi og nesti, vera í góðum skóm og klæða sig eftir veðri
Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis á alla viðburði.
Hlökkum til að sjá ykkur!