Pöddulíf og skordýraskoðun
Fimmtudaginn 11. júní býður Ferðafélag barnanna upp á skordýraskoðun við Elliðaá. Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Hrefna Sigurjónsdóttir, prófsessor á Menntavísindasviði HÍ og Gísli Már Gíslason prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild fræða gesti um heim skordýranna.
Mæting við gömlu rafstöðina við Elliðaá kl. 19 og stendur þetta yfir í 2 klst.
Gott er að koma með ílát og stækkunargler.
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á http://www.ferdafelagbarnanna.is/ferdafelag-barnanna/
Mynd að ofan er fengin að láni af https://www.facebook.com/Ferdafelagbarnanna?fref=nf