Víkingahátíð í Hafnarfirði
Um helgina og í næstu viku (12.-17.júní) verður Hafnarfjörður fullur af víkingum og Víkingaskóli barnanna starfræktur auk fjölda viðburða.
Þetta er í 20.sinn sem hátíðin er halin en þetta er vinsæl fjölskylduskemmtun með fjölbreyttri dagskrá. Bardaga- og bogamenn sýna listir sínar og þar verða einnig handverksmenn sem höggva í steina og tré auk þess að berja glóandi járn.
Þetta er eftirminnileg hátíð sem gefur góða innsýn í líf forfeðra okkar.
Sjá dagskrá.
Mynd er fengin að láni frá Fjörukránni