Hvanneyrarhátíð fyrir fjölskyldur
Hvernig væri að skreppa í bíltúr á Hvanneyri um helgina. Laugardaginn 11. júlí verður þar haldin hátíð og margt skemmtilegt í boði fyrir fjölskyldur. Þar má meðal annars nefna kerruferðir, ratleik, keppni í pönnukökubakstri, fornbílasýningu, húsdýr með ungviði, sláttur með gömlum dráttarvélum og fleira.
Dagskráin hefst kl. 10 og endar með tónleikum sem hefjast kl. 20.
Nánari upplýsingar á https://www.facebook.com/events/838002902920188/
Mynd að ofan er fengin að láni af Facebooksíðu Hvanneyrarhátíðar.