Yndislegur dagur í Hljómskálagarðinum
Á fallegum degi er Hljómskálagarðurinn í hjarta Reykjavíkur yndislegur staður fyrir fjölskyldur. Gaman er að rölta um garðinn, telja stytturnar, skoða fuglana og fara í leiki.
Í austurenda garðsins er leikvöllur og mjög skemmtileg klifurgrind.
Á staðnum er einnig kolagrill svo upplagt er að skella einhverju góðu á grillið og njóta dagsins á þessum fallega stað.
Munið bara að taka með kol.