Matreiðslunámskeið á morgun
Örfá sæti laus eru á námskeiðið „Byggðu upp barnið með góðri næringu og góðum venjum„. Farið verður yfir einfaldar aðferðir til að gera mat barna okkar næringarmeiri og fjallað um mataruppeldi ásamt því hvernig við getum komið á góðum venjum strax í upphafi. Maturinn höfðar til barna á öllum aldri.
Námskeiðið er sýnikennsla og fyrirlestur.
Verð: 6800 kr. Innifalið er full máltíð og uppskriftir. Börn 8-18 ára eru velkomin með og borga aðeins 1000 kr.
Staður: Lifandi markaður, Borgartúni 24
Stund: 17.október (laugardagur) kl. 11.00 – 14.00
Til að bóka pláss sendið þá skilaboð á heilsumamman@gmail.com eða skilaboð í gegnum facebook síðuna