Hveralíf í Krýsuvík
Á morgun laugardaginn 24. október fer Ferðafélag barnanna í rannsóknarleiðangur í Seltún í Krýsuvík. Þar verða skoðaðir hverir, fúlir pyttir og fleira spennandi.
Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur og Elísabet Ragna Hannesdóttir líffræðingur verða með í för.
Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa með gott nesti. Ferðin tekur 2-3 klst.
Lagt verður af stað á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 kl. 11.
Þátttaka ókeypis.
Nánari upplýsingar á http://www.ferdafelagbarnanna.is/aaetlun/nr/1909/
Mynd að ofan er fengin að láni af http://www.ferlir.is