Tónlistarævintýri í miðborginni
Hvernig væri að skella sér í miðborgina með fjölskyldunni og eiga menningarlega stund saman. Á laugardaginn 7.nóvember kl.16:00 verður flutt í Dómkirkjunni Lítil saga úr orgelhúsi sem fjallar um Sif, Tuma, Bóba, Klörubellu og allar hinar orgelpípurnar sem þurfa að læra að búa í sátt og samlyndi.
Þetta er falleg saga með skemmtilegri tónlist og frábærum teikningum sem hentar börnum á öllum aldri. Höfundur er Michael Jón Clark. Flytjendur eru þau Guðný Einarsdóttir organisti og Bergþór Pálsson sögumaður.
Allir velkomnir og frítt inn!